Lovísa og Gurrý

+ + +


Annað Gott

Myndir
Gamalt blogg
Gestabok
Félag íslendinga í London
Last minute
Búdrýgindi
NLO
Domali hennar lou
HTML þýðandi

Wannabes

Karaokekings
Karaokequeen

miðvikudagur, febrúar 27, 2008


FLUTTAR!!

Þetta blogg hefur verið sett í andlitslyftingu. Ný slóð er:

www.karaokequeens.net

eða einfaldlega smellið HÉR!!

Takk fyrir samfylgdina á þessum ágæta stað, sjáumst aftur hinum megin.


Posted by lou at 12:48 f.h.


miðvikudagur, febrúar 20, 2008


eurovision fiðringur

Eftir að hafa heyrt nýju útgáfuna af Fullkomið líf með Friðriki Ómari og Regínu, er ég mun sannfærðari um þeirra möguleika að leggja Mercedes Club að velli á laugardaginn. Þvílík breyting!!! Nú hefur þetta færst úr 1997 búningi í alvöru 2008 Europopp dauðans :) sem er bara gott mál. Nýja útgáfan er á myspace síðu Friðriks Ómars, ætti að opnast sjálfkrafa, annars heitir það This Is My Life. Því má svo einnig hala niður FRÍTT á heimasíðu lagahöfundarins. Vonandi verða svo fjólubláu náttfötin hans Friðriks Ómars víðs fjarri á laugardaginn, og þá held ég að þetta verði lagið sem á mestu möguleikana á að komast upp úr forkeppninni í Serbíu.

Þetta stendur og fellur með flutningi á laugardag. Ég held að slæmur lifandi flutningur bitni á Mercedes Club, auk þess sem fólk hlær ekki að sama brandaranum í þriðja sinn. Þau hefðu rústað þessu hefði keppnisfyrirkomulag verið með "venjulegum hætti", ég er sannfærð um það, en þessi langlokuteygjulopaaðferð er ekki þeim í hag. Friðrik Ómar og Regína eru reynsluboltar sem hjálpar þeim, en sviðsframkoman verður gríðarlega mikilvæg og vonandi skila þau flottu atriði.

Ég er nefnilega farin að sakna alvöru Eurovision partýja sárlega - þegar Ísland er með í alvöru keppninni! Hitt er bara ekki eins skemmtilegt, langt í frá! Vil núna fá íslenska lagið inn í aðalkeppnina, prófa að senda ekki bara eitthvað djók í þetta sinn! :) (tel Eika eiginlega ekki með þar sem lagið var djók, það var svo lélegt heheh)

Og herregud, ég er með uppsafnaðan Júróskammt, þar sem ég missti eiginlega af keppninni í fyrra því ég var að vinna í kosningasjónvarpinu!!

Að mínu mati verður topp 3 eftirfarandi:

Eurobandið - This is my life
Mercedes Club - Ho ho ho we say hey hey hey
Ragnheiður Gröndal - Don't wake me up

Önnur lög eru flestöll pínlega vond. En það er bara mín skoðun :)


Posted by lou at 2:43 e.h.


þriðjudagur, febrúar 12, 2008


útlendingar og útlandaferðir

Jibbíííí. Við Jóa búnar að ákveða hvert við ætlum að fara í október. Við ætlum meðal annars á Inkaslóðir í Perú, gista tvær nætur inn í miðjum Amazon frumskóginum og gista hjá fjölskyldum á Lake Titicaca. Þetta verður spennó. Við ætlum að skella okkur með sama fyrirtæki og ég fór með til Egyptalands, sem var nú ljóta snilldin. Hér er ferðin okkar! Svo ætlum við að taka nokkra daga í viðbót í einhverju tsjilli. Það verður ákveðið síðar hvort það verður eitthvað stórborgarsnatt eða tærnar-upp-í-loftið á einhverri eyju í Karabíska. Ég hlakka alveg fáránlega mikið til!!

Svo er ég líka að fara til Tenerife! Ég ætla að skella mér þangað í lok maí með kærastanum og familíunni hans! Ansi verður það næs. Sleikja sólina, fara í vatnsrennibrautagarð og taka eitthvað svona slísí sólarlandadjamm :) Koma svo heim í tæka tíð fyrir útskriftina, sólbrún og sæt. Ógó gott plan.

Og svo mestu gleðifréttirnar of them all. Ida hin danska hefur boðað komu sína til landsins!! Dyggir lesendur síðunnar muna eflaust eftir sögum af henni frá Leeds. Klárlega mun ég halda partý svo hægt verði að sjá framan í þessa stúlku og kynnast henni af eigin raun! :) Hún kemur eina helgi í lok maí. Ég þarf svona að fara að íhuga hvað ég geri með henni hér, þar sem hún djammar ekki mikið og fílar ekki náttúru, þar sem henni er alltaf kalt. En jæja, fer allavega með hana Gullna hringinn. Er svona að fá nett ógeð á því hehehe enda reglulegar útlendingaheimsóknir til mín og alltaf farin sama leiðin!! En allavega, þið getið farið að telja niður dagana og æft ykkur að tala um danska menningu og fjármálastærðfræði fyrir partýið.


Posted by lou at 5:29 e.h.


fimmtudagur, janúar 31, 2008


reykingabann

Mér finnst þessi umræða um að "vertar megi leyfa reykingar" algjörlega fáránleg. Vertarnir eru semsagt núna að hvetja fólk til að láta á þetta reyna og kveikja sér í sígarettu, þar sem ábyrgðin er gestanna en ekki eigenda barsins. Taka bara sénsinn á að "ramba ekki akkúrat á fulltrúa heilbrigðisyfirvalda sem kemur kannski einu sinni á ári á staðinn", eins og segir orðrétt í viðtali við Baldvin Samúelsson, eiganda Barsins, í Fréttablaðinu í dag.

Mér hefur fundist ríkja almenn sátt um reykingabannið og ekki hef ég tekið eftir neinni fólksfækkun á Ölstofunni vegna þess. Þeir sem þurfa fara bara út án nokkurra vandræða og allir eru sáttir. Ég hef svona almennt heyrt fólk tala um hversu jákvæð breyting þetta hefur verið, bara allt annað að koma heim án þess að anga af ógeði. Gildir þá einu hvort um reykingafólk er að ræða eður ei. Reykingafólkið er vant því að fara hvort sem er út að reykja í vinnunni og svo framvegis. Og þeir sem eru fúlir yfir þessu, bara í guðanna bænum hættið þessum divu-stælum og takið bara almennt tillit til annarra. Reykingabannið er bara fullkomlega eðlileg þróun, enda er þetta bévítans eitur, sem á ekki að troða upp á okkur hin.

Þannig að mér finnst bara glatað að einhverjir fúlir bareigendur séu að hvetja fólk til að hunsa bannið. Ég meina, hvernig væri að prófa aðrar aðferðir??? Lækkiði bara verðið á bjórnum ef þið viljið meiri aðsókn!! Hafið eitthvað spennandi í boði fyrir fólk svo það ákveði að fara út úr húsi og gera eitthvað skemmtilegt!! Bjóðið upp á aðlaðandi umhverfi og hættið þessu bulli með að reykingar muni make or break hvort staðurinn komi út réttu megin við núllið. Og hafiði smá þolinmæði, það er ekki liðið ár frá því að bannið var sett á - látið nú hugann reika og finnið upp á nýjum aðferðum við að lokka fólk að en einhvern reykjarmökk, svo bara kemur þetta smám saman með tímanum!

Nett pirruð. Enda getur þetta lið alveg eins sagt: "Komiði. Fáið ykkur smók og eitrið fyrir sjálfum ykkur og öðrum svo við getum grætt meiri pening".


Posted by lou at 2:00 e.h.


miðvikudagur, janúar 30, 2008


boten anna

Almáttugur. Greinilega á að tröllríða Evrópu gjörsamlega með þessu lagi. Hinn knái Basshunter ekki lengi að snara þessu yfir á ensku og koma þessu á toppinn í Englandi. Viiiiiðbjóður!!! Algjör misþyrming á eyrjum. En þó ögn minna lúðalegt en á SÆNSKU, en ég get ekki tekið nokkurn mann alvarlega sem talar það mál heheheh.. vídjóið var líka gert upp á nýtt, I wonder why..

sænska útgáfan (athuga sérstaklega danssporið á 1:24)

enska útgáfan


Posted by lou at 3:49 e.h.


laugardagur, janúar 26, 2008


"þetta unga fólk.."

Ég verð nú bara að segja að það fer ENDALAUST í taugarnar á mér að heyra fólk tala um "þetta unga fólk" sem var með lætin á pöllunum í Ráðhúsinu. Og þannig tala niður til þeirra. Sjálfur forsætisráðherra í sjónvarpsviðtali sagði að "þessu unga fólki verður oft heitt í hamsi.." eins og þetta væru einhverjir smákrakkar í frekjukasti. Og ég varð brjáluð út í ömmu þegar hún sagði að fólkið á pöllunum væri "sama lið og var á Kárahnjúkum.."

OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ???? Erfir unga fólkið ekki þetta land? Er ekki einmitt bara frábært að ungt fólk lætur í sér heyra og hefur skoðanir á líðandi stund??? Er ekki góðs viti að unga fólkið er að rísa upp gegn því að láta sífellt þagga niðrí sér?? Segir sagan okkur ekki að ungt fólk á háskólaaldri hefur oft breytt gangi sögunnar með mótmælum???? Og auðvitað er þetta svipað "lið" og var á Kárahnjúkum, enda er stjórnarandstaðan yfirleitt í aðalhlutverki þegar mótmælt er gjörðum ríkisstjórnar.

Svo sá ég ekki betur en það væri fólk á öllum aldri á pöllum Ráðhússins. En nei nei, best að gera bæði lítið úr reiði Reykvíkinga og öllu ungu fólki almennt.

Mér er svo misboðið.


Posted by lou at 2:01 e.h.


föstudagur, janúar 04, 2008




annáll


Ég veit ekki hvað það var sem helltist skyndilega yfir mig og gerði það að verkum að mig langaði óstjórnlega að blogga eftir langa deyfð. Þó margt sem kemur til greina:

1) Vantaði sárlega árlegt uppgjör
2) Skemmtileg færsla hjá Jóu um Smókskemmarann
3) Ölstofufjölskyldumeðlimur fór inn á síðuna mína á iPhone-inum sínum
4) Að ég er tipsy
5) Skyndileg lífsást og gleði yfir öllu og öllum í kringum mig - almenn hamingja semsagt :)

En allavega.. here goes..

2007 var.. já hvað var það eiginlega. Ég myndi segja að það hafi liðið skuggalega hratt. Eiginlega hraðar en undanfarin ár. Kannski af því að ég var að vinna svo fáránlega mikið. Rækileg og eiginlega óviljandi sjálfsskoðun. Brynjun. En um leið að sjá hvað maður á mikið af góðum vinum. Ég er ógó heppin með vini. Ég hef alveg hitt fólk sem á ekki alvöru vini og þá skilur maður hvað maður er ríkur. Og já, svo var 2007 minna sjokk svona vinir-eiga-börn-lega séð, þar sem maður var orðinn ansi sjóaður eftir 2006 ;)
Það sem stendur uppúr er klárlega gott "Bermúdabyttu"-ár með Kristínu og að hafa gert Jóu að almennilegum meðlimi í innsta hring. Það er fáránlega frábært. Og já að vera skotinn í einhverjum. Það er líka ógissla skemmtilegt. Fjögur brúðkaup hjá vinum, erlendis sem innanlands. Hvað er skemmtilegra en það? Úff. 070707 var líka æði. Takk fyrir það. Nýir vinir og nýir kunningjar í Ölstofufjölskyldunni. Já og Facebook auðvitað ;)

Annars held ég að 2008 verði frábært. Ég ætti að útskrifast með háskólagráðu, fara í ferðalag með góðri vinkonu og njóta þess að vera til. Ég geng inn í nýtt ár bjartsýn og hamingjusöm. Hef alveg fiðrildi í mallakút yfir þessu öllu saman :) Er það ekki bara svaka jákvætt svona í byrjun árs?! Það held ég.

Ég vona að 2008 færi ykkur öllum gæfu.
Aldrei að vita nema maður fari að birta einhverjar hugleiðingar hér..

Ástarkveðja með þökk fyrir liðið,

Lovísa.


Posted by lou at 2:40 f.h.


föstudagur, nóvember 16, 2007


þögnin rofin..

.. enda góð ástæða til!!

KARAOKEPRINSESSA NÚMER TVÖ ER KOMIN Í HEIMINN!! :) önnur í erfðaröðinni!!

til hamingju Bjarki og Gurrý, hlakka til að fá að knúsa lilluna!

Katla orðin stórasystir, ekki tveggja ára gömul!


Posted by lou at 4:11 e.h.


þriðjudagur, júlí 24, 2007


tómarúm

Mér líður hálf skringilega. Ég kláraði nefnilega síðustu bókina um Harry Potter á sunnudag. Lokaði mig inni frá umheiminum, skoðaði ekki blöð eða netið eða horfði á sjónvarp. Glætan að eftir öll þessi ár að ég myndi frétta það utan úr bæ hvernig færi fyrir Harry mínum. Ég lauk við bókina um kvöldið og grét hamingju- og sorgartárum. Þetta er allt saman ljúfsárt.. glöð að niðurstaða sé fengin en leið yfir því að fá aldrei aftur að lesa nýja Potter bók. Þá er bara að lesa þær aftur enn einu sinni.. og svo aftur.. og aftur..

Takk fyrir allt Harry minn :)


Posted by lou at 3:23 e.h.


mánudagur, júlí 23, 2007


aumingjahrollur vikunnar

Úffffff. Það fer um mig pínlegur hrollur. Minnimáttarkennd Íslendinga í útlöndum er ótrúleg. Og hvað er það sem orsakar hrollinn? Jú, viðbrögð Íslendinga á kommentasvæði slúðurpésans Perezar Hiltons um myndband Páls Óskars. Vildi eiginlega óska að mér þætti þetta fyndið :) en nei, bara sorglegt! :) Kommentin verða átakanlegri þegar neðar dregur á síðunni.. til dæmis komment nr.131.. who bloody cares, elsku vinur?


Posted by lou at 2:17 f.h.


þriðjudagur, júlí 10, 2007


070707

Ammlisdagurinn var yndislegur. Eins og allir afmælisdagar. Ég eeeelska að eiga afmæli. Takk þið sem mættuð og skemmtuð ykkur - það var jú tilgangurinn með þessu öllu saman :) Og þið sem munduð eftir mér og senduð kveðju.

xxx

kær kveðja
Lovísa
older and wiser








Posted by lou at 12:05 f.h.


föstudagur, júní 22, 2007


snilldar vinnusaga..

frekar fyndið atvik í vinnunni í dag.

ég var númer fjögur, sem þýðir að ég er svona "based" aftast í vélinni í upphafi og var eitthvað að stússast í dag.. og farþegar komu mjög skyndilega inn í vélina, ég og nr.tvö vorum alveg í hrókasamræðum og svo alltíeinu voru farþegarnir bara á leið inn svo ég flýtti mér inn í cabinu að hjálpa til.. og það sátu fullt af Japönum aftast. Þeir sváfu nú flestir alla leiðina. Þegar sigið var á seinnihluta ferðarinnar á leið út til Oslóar ætlaði ég að bæta á varaglossið og fattaði þá skyndilega að veskið mitt var horfið. Skildi ekkert í þessu. Leitaði upp í nokkrum hattrökkum og inní skápunum og ekki fannst veskið. Ég hugsaði þá með mér að það hlyti að lúra einhvers staðar á bakvið handfarangur einhvers farþegans.

Í lok flugsins þegar allir voru að fara út, rankaði einn Japaninn við sér aftast.. teygði úr sér og stóð upp.. og benti mér svo skyndilega á að koma til sín. Og benti þá í sætið sitt.

Þar var veskið mitt. Kramið. Dúddinn hafði SETIÐ Á ÞVÍ ALLA LEIÐINA TIL OSLÓAR!!! hahahhahahahahah.. kræst... Fór ekkert illa um hann??? var hann svona þreyttur???? hélt hann að þetta væri sérstök upphækkun í sætin fyrir lágvaxna Japana í boði Icelandair??? :)


Posted by lou at 7:47 e.h.


föstudagur, júní 15, 2007


iðjuleysi er rót alls ills

Ég er búin að versla frá mér allt vit undanfarna tvo daga. Hef verið í fríi og þegar maður hefur ekkert að gera, þá dettur manni ekkert betra í hug en að fara í Smáralind eða Kringluna.. og það endar yfirleitt með ósköpum. Einhvern veginn tókst mér að bæta enn einu skóparinu í safnið í dag - en þeir eru ógissla flottir og akkúrat af þeirri gerð sem mig vantar! Í alvöru!! Ég er samt ekkert agaleg.. ég er bara alin upp í nægjusemi og þá fær maður sammara yfir svona hlutum.. :)

Jæja ætla bara að stinga höfðinu ofan í sandinn og ekkert skoða heimabankann :)

Ég get ekki beðið að fara að sjá Ísland - Serbía á þjóðhátíðardaginn. Jóa snillingur ætlar memm og við ætlum að gera allt vitlaust. Maður ætti kannski að grafa upp víkingahjálminn? Áfram Ísland!!


Posted by lou at 4:04 e.h.


sunnudagur, júní 10, 2007


formlega orðin fluffa aftur..

Fyrsta flug sumarsins var til Orlando. Mér leist nú ekki á blikuna, þar sem Orlandoferðin í fyrra var heldur betur skrautleg. Að þessu sinni gekk allt mun betur!! Kókið kláraðist ekki og þar af leiðiandi missti enginn farþegi stjórn á skapi sínu... ;)

Það var erfitt að vera grár og gugginn Íslendingur nýskriðinn undan vetri í mollunni í Flórída.. Ég bara átti erfitt með að þola rakann og finnast ég standa í hitablásara. Þann stutta spöl sem ég labbaði á milli verslunarmiðstövarinnar og Target var ég skíthrædd um að Godiva súkkulaðið sem ég keypti handa mömmu (ó ég er svo góð dóttir) myndi bráðna. Það komst þó heilt á húfi alla leið til Íslands.

Er með auma upphandleggi. Nokkuð bólgna líka. Skellti mér í bólusetningu við hinum og þessum kvillum og var sprautuð sundur og saman. Það bætist við auma hnéð og öxl, eftir að ég FLAUG á hausinn síðustu helgi á miðju Bankastræti.

Brúðkaupið í Englandi í haust hljómar alltaf betur og betur. Fékk ansi skemmtilegt símtal frá brúðhjónunum á föstudagskvöldið þar sem ég talaði við einhverjar vinkonur hennar og svo fékk ég tár í augun yfir því að vera beðin um að taka virkan þátt í athöfninni.. Kemur í ljós hvað það hinsvegar verður! Bara gaman að vera beðin, því það verða aðeins nánustu vinir sem taka þátt :) Awww. Hið óútskýranlega "special bond" á milli okkar Neil gerir enn vart við sig :)

Er að reyna að halda sólarhringnum mínum öfugum eftir Orlando flugið. Ég er nefnilega að fara í næturflug á mánudag og til hvers að rétta sólarhringinn við þegar maður þarf að snúa honum aftur við stuttu síðar? Sérstaklega þegar það er helgi og maður hefur afsökun fyrir að vaka fram á nætur!

Vá hvað þetta var leiðinleg færsla. Þetta blogg fer að verða alveg tilgangslaust :)


Posted by lou at 3:25 e.h.


"I believe in a thing called love..."
+ lou og Gurr